Kerið Grímsnes,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


KERIÐ
.


[Flag of the United Kingdom]
In EnglishFerðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kerið í Grímsnesi er nyrztur gíghóla, sem nefnast Tjarnarhólar.  Það er sporbaugslaga, 270 m langt og allt að 170 m breitt.  Gígurinn er 55 m djúpur og niðri í honum er tjörn, sem er milli 7 og 14 m djúp eftir grunnvatnsstöðu svæðisins.

Gömul saga segir, að lækkun vatnsborðs í Kerinu haldist í hendur við lækkun vatnsborðs í tjörninni uppi á Búrfelli í Grímsnesi.  Grímsneshraunið, sem smám saman er að hverfa undir sumarbústaði og gróður, rann fyrir 6500 árum frá Seyðishólum, annarri gígaröð austan Tjarnarhóla.  Alls eru hraun á svæðinu 54 km² að flatarmáli og talið er að þar séu 12 gosstöðvar, sem tilheyra Langjökulsbeltinu.

Kerið hefur löngum verið talið sprengigígur en Sveinn Jakobsson, jarðfræðingur, telur það vera niðurfall eftir hrun gjallgígs.  Tjarnarhólahraunið þekur 11 km².  Skömmu fyrir aldamótin 2000 voru haldnir tónleikar að sumarlagi í Kerinu. Tónlistarfólkinu var komið fyrir á fleka á tjörninni og áhorfendur sátu í brekkunum inni í gígnum.  Góður rómur var gerður að hljómburði þessarar náttúrulegu tónlistarhallar.

Vegna umræðu í fjölmiðlum sumarið 2008 sendi Vegagerð ríkisins þeim eftirfarandi fréttatilkynningu 18. júlí: (Aðsent efni fá leiðsögumanni)

Vegagerðin varði á árunum 2001 og 2002 a.m.k. 2,5 milljónum króna til uppbyggingar áningarstaðar við Kerið í Grímsnesi til viðbótar við bílastæði, sem þar hafði áður verið lagt. Þar er meðal annars um að ræða frágang bílastæðis, uppsetningu upplýsingaskiltis, frágang göngustíga og uppgræðslu.

Þetta fé er til viðbótar fjórum milljónum króna, sem Ferðamálaráð lagði í þessa aðstöðu.

Vegagerðin hefur ekki tekið sérstaklega afstöðu til gjaldtöku við Kerið í Grímsnesi eða bann við því að langferðabifreiðar stöðvi á bílastæðinu. Hinsvegar hefur Vegagerðin almennt litið svo á að áningarstaðir og hvíldarstaðir hennar séu öllum vegfarendum opnir þeim að kostnaðarlausu, hvort sem þeir eru byggðir á einkalandi eða landi hins opinbera.

Vegna orða Óskars Magnússonar í Kastljósi í gær 17. júlí um efnistöku Vegagerðarinnar við Kerið er rétt að taka fram, að engin efnistaka hefur átt sér stað af hálfu Vegagerðarinnar á þessu svæði, a.m.k. ekki svo lengi sem elztu menn muna. Gamla Biskupstugnabrautin um bílastæðisflötinn til 1970. Þar var þá líka vísir að útafkeyrslu eða bílastæði, enda hafa vegfarendur stoppað við Kerið frá því bílaumferð hófst á Suðurlandi.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM