Kerlingardalur,

Gönguleiðir Ísland


KERLINGARDALUR

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kerlingadalur.gif (23245 bytes)Kerlingardalsá rennur um dalinn úr fjöllunum norðaustan Víkur. Líklega hefur Kerlingarfjörður gengið inn í fjöllin til forna. Galdra-Héðinn bjó að Kerlingardal á söguöld. Heiðnir menn báðu hann að granda kristniboðanum Þangbrandi. Hann komst af, þegar jörðin sprakk undan fótum hans austan dalsins, en hestur hans hvarf í jörðu.

Kári Sölmundarson og Þorgeir skorargeir börðust við 15 brennumenn á bökkum árinnar. Þeir drápu fimm en 10 komust undan á flótta. Það er bílfært inn yfir Höfðabrekkuheiði að gamla brúarstæðinu við Múlakvísl.

Þótt hægt sé að aka upp dalinn og heiðarnar eftir gamla þjóðveginum, mælir margt með gönguferð um þessar slóðir, því margt fer fram hjá þeim, sem fara of hratt yfir.

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM