Kirkjufell Landmannaleið,
Dómadalsleið


Meira um Ísland


Veður og færð


Gönguleiðir Ísland


KIRKJUFELL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kirkjufell (964m) er áberandi ríólítfjall nærri Kýlingum á Landmannaleið.  Það er flatt að ofan og efsti hluti þess er hamrabelti úr biksteini og hrafntinnu.  Skriðurnar neðan þess eru blágráar og gróðursnauðar.  Jarðvísindamenn telja fjallið hafa myndazt við gos undir jökli á síðasta jökulskeiði á líkan hátt og blágrýtisstapafjöll.  Uppganga á fjallið er tiltölulega auðveld og útsýni þaðan á góðum degi er óborganlegt.  Við rætur þess autanverðs er Kirkjufellsvatn og úr því fellur Kirkjufellsós í Tungnaá.  Ósinn markar skilin milli Vestur-Skaftafells- og Rangárvallasýslna.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM