Kirkjufell Snæfellsnes,

Gönguleiðir Ísland


KIRKJUFELL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kirkjufell (463m) er svipfagurt fjall á norðanverðu Snæfellsnesi vestan Grundarfjarðar.  Uppgangan er fær sæmilega góðum fjallgöngumönnum, þótt dæmi séu til um, að menn hafi hrapað þar til bana.  Stöðin er vestan Kirkjufells, aðskilin af Hálsavaðli.  Bæði fjöllin eru alveg aðskilin frá fjallgarði Snæfellsness.  Tröllsleg Mýrarhyrnan (578m) er ofan Kirkjufells.  Tilurð þessara fjalla má rekja til síðari hluta ísaldar, þegar jöklar og ár beittu öllu sínu afli við rof svæðisins.  Talið er að landslag norðanverðs Snæfellsness hafi aðallega myndast á síðastliðnum miljón árum.  Danskir sæfarar kölluðu Kirkjufell Sukkertoppen.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM