Kolkuós Skagafjörður,

Gönguleiðir Ísland


KOLKUÓS
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kolkuós (Kolbeinsárós) var meðal helztu hafna landsins á miðöldum og jafnframt höfn Hólastóls.   Samkvæmt Landnámu komu hross fyrst á land á Íslandi í Kolkuósi.  Húsin, sem enn standa á staðnum og ætlunin er að gera upp, eru íbúðarhús frá 1903 og sláturhús frá 1913.  Þarna eru margar minjar, bæði í sjó og á landi, sem áætlað var að rannsaka á fyrri hluta 21. aldar.  Einnig er áætlað að kanna gildi verzlunarstaðarins fyrir samfélagið og efnahagslífið á fyrri öldum.  Til þess að gera þennan draum að veruleika var sjálfseignarstofnun sett á laggirnar og markmið hennar er einnig að vekja athygli á verzlunarsögu Kolkuóss og hefja þar hrossarækt á ný.  Í stjórn félagsins eru Valgeir Þorvaldsson, forstöðumaður Vesturfarasetursins á Hofsósi, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og Skúli Skúlason, skólameistari Hólaskóla.  Leitað verður stuðnings margra við verkefnið og síðan stofnað sérstakt vinafélag Kolkuóss.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM