Kolugljúfur Víðidalur,

Gönguleiðir Ísland


KOLUGLJÚFUR

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Nokkru innar í Víðidal en Víðidalstunga eru 2 km löng og 20-25 m djúp gljúfur  Viðidalsár.  Þau eru víðast ógeng og laxinn kemst ekki ofar en að fossunum í þeim. Það er vel þess virði að leggja lykkju á leið sína til að skoða þessa fögru náttúrusmíð.

Gljúfrin voru nefnd eftir tröllkerlingunni Kolu, sem þjóðsagan segir að hafi búið þar og fleiri örnefni eru tengd henni á þessum slóðum. Bærinn Kolugil er skammt austan gljúfranna.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM