Kristínartindar Skaftafell,

Allt um Ísland


Gönguleiðir Ísland


KRISTÍNARTINDAR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Kristínartindar eru nokkurs konar baksvið þess hluta Skaftafellsþjóðgarðsins, sem er íslaus. Þeir mynda hálfhring um fornan gíg, sem opnast til vesturs og er jafnframt efstu drög Bæjargils. Hæsti tindur þeirra rís 1126 m yfir sjó og þaðan er frábært útsýni á góðum degi. Norðan tindanna er þverhnípi, þannig að gæta verður fyllstu varúðar í göngu á tindinn. Skörðin eru örmjór kambur, sem liggur í norðaustur frá efsta tindi til Skarðatinds (1385 m).

Ein margra gönguleiða frá tjaldstæðinu í Skaftafelli liggur upp brekkurnar um Hrútagil að Sjónarnípu. Þaðan liggur leiðin upp að 650 m hæðarpunktinum í hlíðum Kristínartinda suðaustanverðra og síðan í suðurhlíðunum inn í gígleifarnar og upp á 706 m punktinn og þá er komið á endastöð, kjósi fólk ekki að ganga á tindinn. Leiðin til baka liggur um Skorarbrýr, niður á 610 m útsýnishólinn (610 m) á leiðinni, og þaðan á Skerhól (526 m). Næsti áfangi á niðurleið er Sjónarsker áður en haldið er niður með Eystragili eða að Svartafossi og endað á tjaldstæðinu. Svo er náttúrulega hægt að snúa þessum hring við. Göngutíminn er 5½ - 7 klst.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM