Kverna Skógar,

Gönguleiðir Ísland


KVERNA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Gil Kvernu opnast u.þ.b. 500 m austan Byggðasafnsins að Skógum.  Þessi bergvatnsá kemur upp á Skógaheiði og rennur til Skógár.  Eldra nafn hennar er Kvarnarhólsá.  Frá gilkjaftinum sést til hins 40 m háa Kvernufoss og auðvelt er að ganga upp að honum.  Bak við fossinn er bergið laust í sér og hált á köflum, þannig að bezt er að sleppa því.  Það er gaman að ganga upp á brúnirnar fyrir ofan Skóga og fylgja Kvernugili upp heiðina.  Þar birtist m.a. Laufatungufoss í samnefndri á, sem sameinast Kvernu neðan hans.  Í Laufatungum var haft í seli og enn má sjá rústir þess.  Norðar er þvergil, sem þarf að krækja fyrir, og ofar beygir Kvernugil til vesturs.  Þar er Selvaðsfoss (40m) og síðan hver fossinn af öðrum.  Loks er komið að veginum upp á Fimmvörðuháls, sem er hægt að nota á niðurleið, eða ganga lengra til vesturs og fylgja Þvergili til Skógárgils, sem leiðir göngumenn niður að Skógafossi.
Mynd:  Tómas B. Magnússon.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM