Kvíá Öræfi,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


KVÍÁ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kvíá er stutt og straumhörð jökulsá undan mjórri tungu Kvíárjökuls í Öræfajökli suðaustanverðum milli Fagurhólsmýrar og Hnappavalla. Hún var fyrsta vatnsfallið, sem var brúað í Öræfum (1945; 1974).  Jökullinn steypist niður í stutt en mjög djúpt gljúfur (600m) á milli Staðarfjalls (1207m) og Vatnafjalla (955m).  Hamrar gljúfursins eru litríkir báðum megin (ríólít).  Þessi jökultunga hefur verið mun meiri vöxtum fyrir 2500 árum, þegar svonefndur fimbulvetrur ríkti, og ýtt upp gríðarstórum jökulöldum beggja vegna.  Á 19. öld fyllti jökullinn upp gapið milli þeirra á ný en hefur hopað mjög síðan.  Vestari jökulaldan er kölluð Kvíármýrarkambur en hin eystri Kambsmýrarkambur.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM