Landmannahellir,
Veður og færð



Landmannahelli



Rjúpnavellir


Bus for Hiking Hellismannaleid


LANDMANNAHELLIR
Hverng kemst ég þangað?
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Gönguleiðir Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav



Gönguleiðir



Vötn að Fjallabaki

Landmannahellir er í móbergsfellinu Hellisfjalli sunnan Löðmunds og vestan Löðmundarvatns.  Hann er 4 m hár, 8 m breiður og 14 m langur.  Ferðamenn og gangnamenn áttu þar skjól á leið sinni um Landmannaleið (Dómadalsleið).  Vestan hellismunnans var reist sæluhús og nú er ferðalöngum boðin gisti- og matreiðsluaðstaða í nýlegum gistiskála.  Sumir telja sig verða vara við draugagang á þessum slóðum.  Nokkuð er um að veiðimenn dvelji í skálanum á sumrin.  Veiði- og hestamenn og göngufólk eru tíðir gestir.

Ferðaþjónustan Landmannahellir ehf. er í alfaraleið þeirra sem fara ríðandi um hálendið, enda góð aðstaða þar fyrir hestaog ferðafólk. Fyrir hrossin eru þrjú stór gerði, 40 hesta hús og hey. Svefnpokagisting er í fjórum húsum fyrir samtals 74 gesti í einbreiðum og tvíbreiðum kojum. Húsin eru með upphitun, rennandi vatni, eldunaraðstöðu og vatnssalerni. Einnig er við Landmannahelli svæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, smáhýsi með hreinlætisaðstöðu, útigrill og veiðileyfasala. Ferðaþjónustan er opin frá miðjum júní fram í september. Utan þess tíma er hægt að fá gistingu í einu húsanna eftir því sem færð og veður leyfir.

S: 893-8407 info@landmannahellir.is
GPS: N64 03.043 W19 13.482

Sigalda (F-208) 27 km, Vegamót (26/F-225) 29 km <Landmannahellir> Landmannalaugar 20 km. Eldgjá 41 km, Klaustur 120 km.




TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM