Landpóstar Staðarskáli,

Gönguleiðir Ísland


LANDPÓSTAR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Póst- og símamálastofnun ákvað að reisa minnisvarða um landpósta við Stað í Hrútafirði.  Hann var afhjúpaður 13. maí 1993.  Staður var lengi stærsta póstmiðstöð í sveit á Íslandi.  Þangað komu saman allt að sex landpóstar um 15. hvers mánaðar allt árið.  Þessir póstar voru :  Sunnanpóstur, Akureyrarpóstur, Stykkishólmspóstur, Króksfjarðarpóstur, Strandapóstur og Núpsdalstungupóstur.

Reglugerð um póstsamgöngur var sett árið 1776 og póstsamgöngur hófust milli Norður- og Suðurlands árið 1783.  Bæði staður og Melar í Hrútafirði eru gamlir póstafgreiðslustaðir.  Á Melum var bréfhirðing frá 1873 til 1875, en þá var henni breytt í póstafgreiðslu til 1879, þegar hún var flutt að Stað.  Þar var póstafgreiðsla til 1951 og eftir það bréfhirðing í mörg ár.  Staðarbændur áttu frumkvæðið að minnisvarðanum um landpóstana og póstsamgöngur fyrri ára.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING

Grímur Marínó Steindórsson, myndhöggvari, gerði minnisvarðann, sem er 3,5 m há stálsúla.  Hún greinist í þrjár burstir að ofan og á henni er lágmynd af manni á hesti og töskuhesti í taumi.  Smíð verksins annaðist vélasmiðjan Orri og Steinsmiðjan S. Helgason.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM