Langavatnsdalur,

Gönguleiðir Ísland


LANGAVATNSDALUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Langavatnsdalur skerst inn í hálendið milli Mýrar- og Dalasýslna. Þar lá fyrrum alfaraleið og afréttur fyrr og nú. Langavatn með afrennsli sínu, hinni rómuðu laxveiðiá, Langá, prýðir landslagið þar. Norðan vatnsins er dalurinn breiður og grösugur. Þar eru slægjulöng, sem voru notuð í grasleysisárum, síðast 1918.

Sagnir herma, að þar hafi verið kirkjustaðurinn Borg og talsverð byggð sem lagðist í eyði í svarta dauða í kringum 1400. Bær var reistur í dalnum árið 1811 á rústum Borgar. Eldurinn á bænum slokknaði í febrúar 1813 og bóndinn varð úti, er hann var að sækja eld. Kona hans og tvö börn sultu næstum í hel á góunni næsta vetur, en það var til bjargar, að annað barnanna komst til byggða í hjálparleit. Það stal hesti á heimleiðinni og öllum þremur var refsað ómannúðlega fyrir tiltækið.

Á 19. öldinni var dalurinn notaður til beitar fyrir naut á sumrin þar til þau fundust öll dauð í vatninu án skýringar. Egla segir frá því, að Þorsteinn Egilsson hafi látið hlaða garð milli Gljúfurár og 
Langavatns, þar sem hann geymdi fé sitt. Sagt er, að enn þá sjáist merki um hann. Bílvegurinn að Langavatni liggur frá Svignaskarði.

Úr Langavatnsdal er ágætisgönguleið yfir heiðarnar að Hreðavatni og Bifröst, þar sem hægt er að komast í þjóðvegarsamband á ný.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM