Látraströnd Eyjafjörður,

Gönguleiðir Ísland


LÁTRASTRÖND

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Ströndin við utan- og austanverðan Eyjafjörð, frá Grenjá norðan Grenivíkur til Gjögurs er kölluð Látraströnd. Hún dregur nafn af nyrzta bænum Látrum, fyrrum Hvallátrum, sem er í eyði. Þarna var talsverð byggð og útræði fyrrum, en nú er aðeins búið allra syðst.

Landslagið einkennist af litlu undirlendi og sjávarhömrum en allmörgum lendingarstöðum. Þarna var og er gott sauðaland með kjarnmiklum gróðri. Snjóflóð ollu mann- og eignatjóni í gegnum tíðina. Árið 1772 féll skriða á bæinn Miðhús. Fjórir fórust en fimm komust af. Einum var bjargað eftir tuttugu dægur.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM