Laugarbrekka Snæfellsnes,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


LAUGARBREKKA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Laugarbrekka í Breiðavíkurhreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi er eyðibýli skammt upp frá Hellnum.  Það er vestan við Laugarholt, þar sem Bárðarlaug er.  Sigmundur, sonur Ketils þistils, sem nam Þistilfjörð, bjó þar að sögn Landnámu.  „Hann nam land milli Hellishrauns og Beruvíkurhrauns”, segir þar og samkvæmt Bárðar sögu Snæfellsáss bjó Bárður þar meðan hann var meðal manna.  Sonardóttir Sigmundar, Hallveig Einarsdóttir giftist Þorbirni Vífilssyni.

Þau fengu Laugarbrekkuland.  Þorbjörn var vinur Eiríks rauða og flutti á eftir honum til Grænlands.  Dóttir hjónanna var Guðríður, sem giftist Þorfinni karlsefni.  Þeirra sonur, Snorri, fæddist fyrstur hvítra manna í Norður-Ameríku, þegar hópur Íslendinga reyndi fyrir sér með landnám þar.  Þorfinnur og Guðríður snéru síðan aftur til Íslands með soninn og bjuggi að Glaumbæ í Skagafirði.  Guðríður lagði fyrir sig suðurgöngu á efri árum og varð eftir það nunna og einsetukona í Glaumbæ það sem eftir var ævinnar.  Laugarbrekka var einn þriggja kirkjustaða í Breiðuvíkurþingum frá 1563.


Kirkjan var færð að Hellnum 1881.  Kirkjan, sem þar stendur var byggð 1943-1945.  Laugarbrekka fór í eyði árið 1887.  Árið 1934 var Laugarbrekkubær byggður að nýju nokkru neðar og austar, nærri veginum að Hellnum, þar sem áður stóð bærinn Hóll.

VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM