Gljúfrasteinn í Mosfellsdal,

Meira um Ísland


Gönguleiðir á Íslandi


GLJÚFRASTEINN í MOSFELLSDAL
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English

 

Halldór Kiljan Laxnes (1902-1997) kenndi sig við Laxnes í Mosfellsdal, enda var æskuheimili hans þar. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál í flestum heimsálfum. Hann hlaut Stalínverðlaunin fyrir bókmenntir árið 1953 og Nóbelsverðlaunin 1955. Hann bjó á Gljúfrasteini frá árinu 1945. Gljúfrasteinn var opnaður sem safn um rithöfundinn í september 2004.  Benedikt Ásgrímsson (1845-1921), gullsmiður, var ættaður frá Laxnesi. Hann lagði líka stund á ritstörf og þrjár skáldsögur hans voru gefnar út.

Góður vinur Halldórs og einn frumherja módernismans, arkitektinn Ágúst Pálsson, teiknaði húsið.  Á efri hæðinni er vinnustofa rithöfundarins og svefnherbergi með fögru útsýni yfir dalinn.  Á neðri hæð er stór stofa, þiljuð með eikarkrossviði og sérstaklega hönnuð með góðan hljómburð í huga.  Húsinu hefur ekki verið breytt, ef frá eru taldir nýir gluggar.  Sigvaldi Thordarson, arkitekt, hannaði sundlaugina og skjólvegginn vestan við húsið árið 1960.

Frá Bræðratungu var kominn efniviðurinn í skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness „Hið ljósa man" (Íslandsklukkan).

Hestaleiga hefur verið starfrækt að Laxnesi síðan 1968 og boðið stuttar og langar hestaferðir um fallegar slóðir.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM