Lómagnúpur,

Gönguleiðir Ísland


LÓMAGNÚPUR

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Lómagnúpur er 688 m hátt standberg suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi.  Nokkur augljós merki um berghlaup sjást við þjóðveginn (1790) vestan fjallsins og nýlegri merki sjást í austurhlíðunum (1998).  Líkt og önnur standberg meðfram suðurströndinni, náði sjór upp að Lómagnúpi á ísöld.

Gnúpsins er getið í Njálssögu í tengslum við draum Flosa á Svínafelli, þegar hann sá jötuninn ganga út úr fjallinu.  Jötunninn í Lómabnúpi prýðir skjaldarmerki Íslands.  Hann er einn fjögurra höfuðverndarvætta landsins og ver suðurströndina gegn illum öflum.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM