Möðrudalur á Fjöllum,

Gönguleiðir Ísland

Myndir


MÖÐRUDALUR

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Möðrudalur stendur bæja hæst (469m) og lengst inni í óbyggðum. Jörðin er meðal hinna landmestu og oftast getur fé gengið þar sjálfala. Þjóðvegurinn var fluttur norðar á svokallaða Háreksstaðaleið árið 2000, þannig að staðurinn er ekki í þjóðleið lengur.

Kirkjuna í Möðrudal byggði Jón A. Stefánsson (1880-1971) árið 1949 til minningar um konu sína. Jón smíðaði og prýddi kirkjuna sjálfur. Altaristaflan sýnir Fjallræðuna. Austan Möðrudals liggja vegir inn á Brúaröræfi og til Kverkfjalla.

Ferjufjall (547m) er vestan Jökulsár á Fjöllum, nokkru sunnar en Möðrudalur.  Þar var fyrrum ferjustaður fyrir þá, sem fóru um Ódáðahraunsveg.  Þaðan eru 55-60 km að Suðurárbotnum og 70 km að Skjálfandafljóti.  Forn vörðubrot benda til mannaferða.  Líklega fór Sámur á Leikskálum (Hrafnkelssaga) þessa leið.

Vegalengdin frá Reykjavík er 522 km um Hvalfjarðargöng.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM