Möðrufell Eyjafjörður,

Gönguleiðir Ísland


MÖÐRUFELL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Möðrufell er bær í Hrafnagislhreppi í Eyjafirði.  Ari Jónsson, sonur Jóns Arasonar biskups, bjó þar.  Hann var lögmaður og fylgdi föður sínum að málum.  Hann var handtekinn með honum að Sauðafelli í Dölum og lét lífið á höggstokknum í Skálholti 1550.

Einn fjögurra holdsveikraspítala landsins var að Möðrufelli.  Nokkrar úrskornar fjalir úr fornum húsum, sem stóðu að Möðrufelli, eru varðveittar í Þjóðminjasafninu.

Ofan bæjar er gróf urð, sem hrundi úr Möðrufellsfjalli.  Þar þreifst reynitré öldum saman, sem var talið helgitré og sögur og ljóð sköpuðust um.  Á Skriðu og Akureyri eru elztu tré sömu gerðar afkomendur þessa trés.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM