Norðurfjörður á Ströndum,

Gönguleiðir á Íslandi

Skáli FÍ Valgeirsst.

NORÐURFJÖRÐUR
.

.

Ferri from Nordurjordur
to Reykjarfjordur
 &
Latravik

 

Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og yfirgefin.  Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fáu, sem eru eftir í byggðarlaginu.  Akfær vegur liggur að Munaðarnesi, yzt við Ingólfsfjörð.  Annar vegur liggur um Meladal niður í fjarðarbotninn að Eyri, þar sem síldarvinnslan var, og áfram fyrir fjórhjóladrifna bíla í Ófeigsfjörð.  Þá liggur vegur að Felli á Veturmýrarnesi.  Margir aka þann veg áleiðis til að njóta sundlaugarinnar að Krossnesi.

Kálfshamarstindur (646m) rís yfir botn Norðurfjarðar.  Þaðan er góður útsýnisstaður yfir hluta Stranda og Húnaflóa. Við endann á veginum inn með Norðurfirði, sem er í bröttum skriðum, er Stórakleif.  Þar stendur drangur í stórgrýttri fjörunni.  Sagt er, að Guðmundur biskup góði hafi setið í holu í þessum drangi, þegar hann vígði skriðurnar, sem eru oftast nefndar Urðir.  Áður en hann vígði skriðurnar voru slys tíð þar.

Vesfirðir saga og menning


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM