Nýidalur Jökuldalur Sprengisandur
Vatnajökulsþjóðg.Gönguleiðir Ísland


Hiking Trails
 Nyidalur area


NÝIDALUR - JÖKULDALUR
Hvernig kemst ég þangað

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Bus Reykjavik Nyidalur-
 Myvatn


Bus-Landmannalaugar-Nyidalur-Myvatn


Huts Nyidalur

Nýidalur er sunnan í Tungnafellsjökli með mynni mót vestri. Hann liggur í boga til suðurs og síðan til norðurs. Nýjadalsá er upphaf Fjórðungskvíslar. Hún rennur norðan skála Ferðafélags Íslands (1967) og getur orðið varasöm í leysingum og rigningatíð. Fimm kílómetrum norðan skálanna er Tómasarhagi og Hagakvísl, sem getur líka orðið skeinuhætt við sömu veðurskilyrði. Norðan Hagakvíslar eru vegamót Gæsavatnaleiðar. Á sumrin hefur áætunarbíll viðkomu í Nýjadal frá Reykjavík og Landmannalaugum til Mývatns 3 sinnum í viku.

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 varð Nýidalur/Jökuldalur eitt aðsetra þjóðgarðsvarða.

Tómasarhagi og Hagakvísl eru 5 km norðan Nýjadals/Jökuldals og sunnan Fjórðungsöldu og Fjórðungsvatns, rétt hjá afleggjaranum inn á Gæsavatnaleið.  Haginn er rýr gróðurflesja norðvestan Tungnafellsjökuls, sunnan Hagakvíslar, sem rennur til Fjórðungskvíslar og í Þjórsá.  Þennan blett fann séra Tómas Sæmundsson 1835, þegar hann villtist af leið suður Sprengisand.  Jónas Hallgrímsson orti af þessu tilefni:

Tindrar úr Tungnafellsjökli
Tómasarhagi þar,
algrænn á eyðisöndum
er einn til fróunar.

Selfoss 194 km, Árnes 153 km, Sigalda 89 km, Versalir 54 km <Nýidalur> Fjórðungsalda 19 km, vegamót Gæsavatnaleiðar 5 km, Mýri í Bárðardal 96 km, Goðafoss 133 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM