Oddi Rangárvellir,

Gönguleiðir Ísland


ODDAKIRKJA


ODDI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Oddi var eitt mesta lærdóms- og höfðingjasetur landsins að fornu. Prestsetrið stendur neðst í tungunni milli Rangánna, rétt hjá mótum Eystri-Rangár og Þverár. Hóllinn ofan við bæinn heitir Gammabrekka. Þaðan er víðsýnt um allt Suðurland. Oddi hefur verið kirkjustaður frá upphafi kristni. Fyrsta kirkjan var byggð fyrir ábendingu loftsýnar. Menn sáust svífa um loftið og varpa niður spjóti og kirkjan var byggð, þar sem það stakkst í jörðu. Í katólskum sið var hún helguð heilögum Nikulási. Núverandi kirkja var byggð 1924. Hún tekur 100 manns í sæti. Jón og Gréta Björnsson endurbættu og máluðu kirkjuna 1953 og síðan var hún endurvígð. Silfurkaleikur í kirkjunni er talinn vera frá því um 1300.

Oddi var ættaróðal Oddaverja, einhverrar gáfuðustu og mikilhæfustu ættarinnar á þjóðveldistímanum. Þeir röktu ættir sínar til Haraldar Hilditannar, Danakonungs. Þekktastur þeirra var Sæmundur Sigfússon fróði (1056-1133). Jón Loftsson (1124-1197), sem fóstraði Snorra Sturluson, var sonarsonur Sæmundar. Hann bjó líka í Odda. Hann var valdamestur höfðingja hérlendis um sína daga. Sex þeirra presta, sem sátu Odda, urðu biskupar. Meðal nafntogaðra presta þar var Matthías Jochumsson.

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM