Oddskarð,

Gönguleiðir Ísland


ODDSKARÐ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Oddskarð (705m) er milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.  Það er meðal hæstu fjallvega landsins.  Norðfjarðarmegin skarðsins er Oddsdalur, þar sem vaxa sjaldgæfar plöntur (lotsveifgras og jöklaklukka), og Seldalur og að sunnanverðu er Sellátradalur.  Vestan skarðsins er Svartafjall og Magnúsardindur austan þess.

Oddskarð er snjóþungt og var erfitt yfirferðar, þannig að ákveðið var að gera göng undir það á árunum 1974-77.  Þau eru í 632 m hæð yfir sjó og 626 m löng.  Íbúar þessa svæðis fara upp í Oddskarð á veturna til að stunda skíðaíþróttina.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM