Ögmundarhraun Reykjanes,

Gönguleiðir Reykjanes


Gönguleiðir Ísland


ÖGMUNDARHRAUN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Ögmundarhraun er undir Núpshlíðarhálsi, milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála.  Vesturhluti þess er af öðrum uppruna en austurhlutinn.  Hraunið er rakið til gígaraðar austan í hálsinum, þar sem meginhraunið rann á milli Latsfjalls og Mælifells í Krýsuvík alla leið í sjó fram og langleiðina austur að Krýsuvíkurbergi.  Líklega rann þetta hraun á 11. öld eða svipuðum tíma og Kapelluhraunið gegnt Ísal og a.m.k. einn bær og önnur mannvirki grófust undir því.

Bæjarrústirnar í Húshólma eru að hluta þaktar hrauni en þar sér líka fyrir túngörðum, sem enda undir hrauni.  Efst í Húshólmanum er eldri hraunbreiða frá gígaröð suðaustan Mælifells.  Óbrennishólmi er norðvestan Húshólma.  Þar sjást leifar grjóthleðslu, sem er að mestu undir hrauni, auk tveggja hruninna fjárborga.  Selatangar, sem voru mikil útgerðarstöð eins og rústir mannabústaða og fiskbyrgja gefa til kynna, eru í vestanverðu Ögmundarhrauni.

Hraunið var erfitt yfirferðar fyrrum en núna liggur um það vegur milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, sem sumir hélduværi friðlýstur, því að honum var lítið sinnt, þótt fjölfarinn væri.
Mynd: Selatangar.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM