Örlygsstaðir Skagafjörður,

Gönguleiðir Ísland


ÖRLYGSSTAÐIR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

 

Örlygsstaðir eru sögustaður í Blönduhlíð í Skagafirði.  Þar eru tóttir og leifar af gerði í kringum þær í mýrarflóa, en ekki er víst, að þar hafi verið stundaður búskapur.  Sturlunga segir frá bardaganum á Örlygsstöðum 21. ágúst 1238, sem var hinn örlagaríkasti á landinu og annar blóðugasti á Sturlungaöld.  Þar börðust voldugustu ættir landsins, Ásbirningar og Haukdælir gegn Sturlungum, til úrslita um völdin í landinu.  Sturlungar biðu þar lægri hlut og milli 50 og 60 menn féllu í valinn.

Níðingsverk voru unnin, m.a. voru kirkjugrið rofin á þeim, sem flúðu í kirkjuna að Miklabæ.  Á söguferð um Skagafjörð er óhjákvæmilegt að líta við á Örlygsstöðum, þótt merki þessa atburðar séu horfin, og reyna að upplifa söguna.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM