,
Gönguleiðir Ísland


ÖXL
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Öxl er í Breiðuvíkurhreppi í grennd við Búðir undir Axlarhyrnu (433m).  Frá Öxl er gott útsýni austur- og vesturum.  Einn af fáum raðmorðingjum landsins, Axlar-Björn, bjó á Öxl.  Hann drap í kringum 18 ferðamenn til fjár og kom líkunum fyrir í tjörn neðan túns.  Hann var dæmdur til aflimunar og dauða árið 1596.

Landnámabók segir frá því, að Ásmundur Atlason hafi byggt Öxl í elli en hann bjó áður að Langaholti.  Þóra, kona hans, lét gera veitingaskála um þvera þjóðbraut og bauð öllum, er þiggja vildu.  Ásmundur var heygður með þræli sínum og kvartaði yfir félagsskapnum með árangri, því þrællin var fjarlægður úr haugnum.

VESTURLAND MENNING OG SAGA

Nánar!!


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM