Rauðasandur,

Gönguleiðir Ísland

SAURBÆJARKIRKJA á Rauðasandi

RAUÐISANDUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Rauðisandur er á milli Látrabjargs og Skorarhlíðar.  Hann dregur nafn sitt af hörpudiskssandinum, sem ljær honum rauðleita litinn.  Líkar sandfjörur er óvíða að finna annars staðar en á Vesturlandi norðanverðu og Vestfjörðum.  Ofan sandsins er hlýleg og grösug sveit á móti sól.  Þar er víða fugl í standbjörgunum að baki sveitarinnar, sem voru sjávarhamrar í lok ísaldar.  Innarlega í sveitinni er skógarkjall og dýralífið er nokkuð fjölbreytt, s.s. makráðir selir á sandinum.  Úgerð var stunduð frá Rauðasandi fyrrum, hákarlaveiðar o.fl.  Grjóthóllinn Skaufhóll er vestan bæjarins Lambavatns í jaðri graslendisins.  Af honum er ágætisútsýni til Látrabjargs.  Ofarlega í honum er stakur klettur, sem kallast „Karlinn á Skaufhóli”.

Bæjarvaðall er stórt sjárvarlón austast á sandinum.  Vestan þess var talsvert þéttbýli fyrrum og þekktasti bærinn var Saurbær (Bær).  Þar var höfuðból Guðmundar ríka Arasonar skömmu eftir 1400.  Björn ríki Þorleifsson Vatnsfirðingur sló eign sinni á Saurbæ, þegar Guðmundur glataði eigum sínum.  Bær var sýslumannssetur V.-Barðastrandarsýslu á 16. og 17. öld.  Kirkja hefur staðið í Saurbæ lengi.  Gamla kirkjan þar fauk og sú, sem nú stendur var flutt frá Reykhólum í kjölfarið.  Eyðibýlið Sjöundá, neðan Sjöundárdals við Sjöundá, á vofeiflega sögu.  Þar voru framin tvö morð á fyrri fyrri hluta 19. aldar, sem urðu víðfræg í skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl.

Vesfirðir saga og menning
 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM