Reykir á Skeiðum,

Gönguleiðir Ísland


REYKIR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Reykir eru bær á Skeiðum, þar sem hefur myndast þéttbýliskjarni vegna jarðhitans á svæðinu.  Lítið eitt sunnar bæjar eru Skeiðaréttir, sem voru byggðar að stofni til árið 1881.  Þar rétta Skeiða- og Flóamenn.  Þessar réttir voru ævinlega meðal fjárflestu rétta Suðurlands og þar voru um áratugi fjölmennustu samkomur landsins.  Þær voru endurhlaðnar árið 1981 í upprunalegri mynd og eru fallegt mannvirki.  Þær eru axlarháar (1½ m), úr hraungrýti og tyrfðar.  Við hliðina á réttinni er stór, kringlóttur nátthagi.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM