Sandfell Fáskrúðsfjörður,

Gönguleiðir Ísland


SANDFELL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Sandfell (743m) er bergeitill (lakkólít) úr ríólíti sunnan Fáskrúðsfjarðar.  Sum blágrýtislögin hafa hvelfzt upp með því en önnur hverfa óbreytt inn undir það, eins og sést skýrast í suðurhlíðunum.  Þessi eitill er álitinn 600 m þykkur og hafa troðizt í gegnum 500 m þykkan blágrýtisstafla fyrir 14-16 milljónum ára.  Þá var Reyðarfjarðareldstöðin upp á sitt bezta.

Þessi jarðmyndun er skyld Sykurhleifnum í Ríó de Janeiro í Brasilíu.  Vinsæl gönguleið upp fjallið er að suðaustanverðu.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM