Vesturland

Saurbær Hvalfjarðarströnd,

Gönguleiðir Ísland

. HALLGRÍMSKIRKJA í SAURBÆ .

SAURBÆR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kirkjustaðurinn og prestsetrið Saurbær er á Hvalfjarðarströnd.  Í katólskum sið var þar kirkja helguð Jóhannesi skírara. Útkirkjur eru á Leirá og Innra-Hólmi. Staðurinn er kunnastur fyrir setu séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) þar á árunum 1651-1669. Hann er meðal mestu trúarskáldum þjóðarinnar og þekktasta verk hans er Passíusálmarnir. Þar er píslarsaga Krists rakin og boðskapur af henni dreginn. Hallgrímur hætti námi í Hólaskóla á unga aldri. Hann stundaði m.a. járnsmíðastörf í Kaupmannahöfn, þar sem hann hélt síðar skólagöngu sinni áfram unz hann var vígður til prests, þegar hann koma aftur til Íslands.

Guðríður Símonardóttir, sem var meðal hinna 242 ánauðugu frá Vestmannaeyjum 1627. Hún var ein hinna fáu, sem Danakonungi tókst að kaupa lausa. Hún varð eiginkona séra Hallgríms. Í Saurbæ eru nokkur örnefni tengd séra Hallgrími, s.s. Hallgrímslind, Hallgrímssteinn o.fl. Séra Hallgrímur fékk holdsveiki og varð að hætta prestskap. Hann fluttist að Ferstiklu og lézt þar.

VESTURLAND MENNING OG SAGA

Kirkjan í Saurbæ, sem var vígð 1957, er helguð minningu hans. Sigurður Guðmundsson, málari, teiknaði hana og fleiri listamenn lögðu hönd á plóginn. Gerður Helgadóttir skreytti gler kirkjunnar og finnski listamaðurinn Lennart Segerstråle gerði freskómynd í stað altaristöflu. Hin minningarkirkjan um séra Hallgrím, hin stærsta á landinu, er vitaskuld Hallgrímskirkja í Reykjavík.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM