Selvík á Skaga,
[Flag of the United Kingdom]
In EnglishGönguleiðir Ísland


SELVÍK
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Selvík er bezti lendingarstaður Skagafjarðarmegin á Skaga.  Rústir verbúða eru greinilegar á Selnesi við víkina norðanverða.  Þýzkaleiði gefur til kynna komur þýzkra kaupmanna á öldum áður og um aldamótin 1900 stóðu kaupmenn á Sauðárkróki fyrir talsverðri verzlun og fiskverkun þar.  Um tíma voru uppi áætlanir um að gera Selvík að aðalútflutningsstað fyrir lifandi búfénað á Norðurlandi.  Samnefndur bær er á Selnesi.

Kolbeinn ungi Arnórsson fór þaðan með 400 manna flota sinn á Jónsmessunótt 1244 til Vestfjarða, þar sem hann ætlaði að finna Þórð kakala fyrir.  Samtímis var Þórður á leið yfir Húnaflóa úr gagnstæðri átt og hittust þeir á leiðinni, þar sem mikil sjóorrusta hófst.  Kolbeinn hafði betur.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING

Sjá: Flóabardagi á Húnaflóa


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM