Siglunes Siglufjörður,

Gönguleiðir Ísland


SIGLUNES
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Siglunes er nyrzta nesið milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Nesnúpur (581m) rís hvass upp af nokkru láglendi en inn með firðinum eru hinar snarbröttu Nesskriður. Aðalbyggðin var fyrrum á Siglunesi með kirkju og prestsetri. Sagt er að 50 manns hafi farizt í snjóflóði þar við tíðir í kirkjunni árið 1613. Næsta ár var sóknarkirkjan flutt til Hvanneyrar og útkirkja stóð á Siglunesi til 1765.

Fyrsti vitinn á Siglunesi var reistur árið 1908 og endurnýjaður 1926. Úti fyrir nesinu eru hættulegar grynningar, sem heita Hellur. Sjór var sóttur frá Siglunesi víða að af landinu um langa hríð og mikið var veitt af hákarli. Siglunes er í eyði en austan þess er Reyðará við mynni Nesdals er í byggð. Á þessum afskekkta bæ eru gerðar veðurathuganir.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM