Sjöundá Rauðasandur,

Gönguleiðir Ísland


SJÖUNDÁ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Sjöundá er afskekkt eyðibýli innst á Rauðasandi í heldu ókræsilegu umhverfi.  Árið 1802 var þar tvíbýli og Bjarni Bjarnason og Steinunn Sigurðardóttir myrtu maka sína, Guðrúnu Eigilsdóttur og Jón Þorgrímsson, til að geta verið saman án afskipta þeirra.  Bjarni og Steinunn voru dæmd til pyndinga og dauða.  Bjarni var sendur til Danmerkur til aftöku 1804 en áður lézt Steinunn í fangelsinu á Arnarhóli.  Hún var dysjuð á Skólavörðuholti, þar sem dys hennar (Steinkudys) sást fram á 20. öld, þegar beinin voru færð í vígðan reit.

Skáldsagan Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson byggist á þessum atburðum.  Sjöundá fór í eyði um vorið 1921.

Vesfirðir saga og menning


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM