Skeiðaréttir,

Allt um Ísland


SKEIÐARÉTTIR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Skeiðaréttir eru skammt sunnan bæjarins Reykja á Skeiðum.  Upphaflega voru þær byggðar úr hraungrjóti árið 1881 og þær voru löngum fjárflestu réttirnar á Suðurlandi og mannflesti samkomustaður á Suðurlandsundirlendinu.  Árið 1981 voru réttirnar hlaðnar upp að nýju og færðar til upprunalegs útlits.

Veggirnir eru u.þ.b. 1,5 m háir og tyrfðir að ofan.  Við hliðina á réttunum er gríðarstórt, hringlaga nátthólf.  Óhætt er að fullyrða, að Skeiðaréttir séu meðal fegurstu mannvirkja af þessari gerð í landinu.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM