Skógar Þorskafjörður,

Gönguleiðir Ísland


SKÓGAR - HJALLAHÁLS
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Skógar eru eyðibýli uppi í austurhlíðum Þorskafjarðar við rætur Vaðalfjalla.  Þjóðskáldið Matthías Jochumsson (1835-1920) fæddist þar og ólst upp til ellefu ára aldurs.  Jochum Eggertsson (1896-1978), bróðursonur hans hóf þar skógrækt með mörgum erlendum tegundum trjáa.

Bærinn hét forðum Uppsalir og þar er minnismerki um séra Matthías.

Hjallaháls er á milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar.  Vestfjarðavegur liggur yfir hann.  Víða á hálsinum finnast margs konar náttúrusteinar (jaspís, bergkristallar, geislasteinar o.þ.h.).  Margir álíta Hjallaháls bezta útsýnisstað yfir Breiðafjörð, Gilsfjörð og nánasta umhverfi.

Vesfirðir saga og menning


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM