Sólheimar Grímsnes,

Allt um Ísland


SÓLHEIMAR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Segja má, að eina alvöruþéttbýli Grímsness sé að Sólheimum.  Þar býr u.þ.b. þriðjungur íbúa sveitarfélagsins.  Þar eru starfrækt a.m.k. fimm fyrirtæki og fjögur verkstæði.  Þar hófst fyrst lífræn ræktun á Norðurlöndum.  Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir (1902-1974) stofnaði Sólheima 5. júlí 1930 sem barnaheimili og síðar jafnframt miðstöð þjónustu við fatlaða.  Sesselja var ekki einungis brautryðjandi í málefnum fatlaðra á Íslandi, heldur í öllum heiminum með stefnu sinni um blöndun (samskipan) fatlaðra og ófatlaðra.

Sólheimar eru fyrsti staðurinn í heiminum, þar sem þjónusta við fatlaða er veitt utan stofnana og vistheimila og fatlaðir og ófatlaðir búa saman og deila kjörum.  Í apríl 1997 voru Sólheimar útnefndir fyrsta sjálfbæra byggðahverfið á Ísland af alþjóðasamtökunum „Global Eco-village Network”.

Á Sólheimum er m.a. verzlunin Vala og listhús, skógræktarstöðin Ölur, garðyrkjustöðin Sunna, Kertagerð Sólheima, hljóðfærasmiðja, leikfangasmiðja, vefstofa, listasmiðja og gistiheimilið Brekkukot, sem er opið allt árið, auk Sólheimabúsins.  Á staðnum er m.a. sundlaug og íþróttaleikhús.

Alvarlegar ásakanir vegna stjórnunar og fjármálalegs reksturs Sólheima kom upp árið 2001 og voru málin í rannsókn fram yfir næstu áramót.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM