Stafholt Borgarfjörður,

Gönguleiðir Ísland


STAFHOLT
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Í Egilssögu er getið um liðveizlubeiðni Steinars Önundarsonar við Einar goðorðsmann gegn Þorsteini Egilssyni á Borg.  Snorri Sturluson bjó í þrjú ár að Stafholti og gifti þaðan dóttur sína Þórdísi Þorvaldi Vatnsfirðingi.  Sonur Snorra, Órækja, bjó þar, unz frændi hans, Sturla Sighvatsson, hrakti hann úr landi.  Hann kom til baka að þremur árum liðnum eftir að Sturla var fallinn en var óvinsæll í héraðinu.  Árið eftir að Snorri Sturluston var drepinn í Reykholti (1241) hröktu Kolbeinn ungi og Gizzur Þorvaldsson hann úr landi og hann kom ekki heim á ný.

Í Kirkjusögu Finns Jónssonar er sagt frá sögnum um klaustur að Stafholti.  Stafholtskirkja átti gífurlegar eignir, jarðir og ítök.

VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM