Stóra Hof Rangárvellir,

Gönguleiðir Ísland


STÓRA-HOF
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Stóra-Hof við Eystri-Ranga á Rangárvöllum var og er stórbú.  Ketill hængur Þorkelsson nam lönd á milli Þjórsár og Markarfljóts og deildi því síðar með mörgum göfugum mönnum samkvæmt Landnámabók.  Dóttursonur Marðar gígju á Velli, Mörður Valgarðsson, bjó þar á söguöld.  Hann rægði Höskuld Hvítanesgoða við Njálsbræður, sem drápu hann.  Þar með hófst atburðarás mannvíga og blóðsúthellinga og loks leiddi drápið til Njálsbrennu.

Kirkja var að Stóra-Hofi fram undir 1703 og var þjónað frá Odda.  Nauðsynlegt var að flytja bæinn vegna sandfoks í kringum 1770.  Á árunum 1904-07 sat Einar Benediktsson sem sýslumaður Rangæinga að Stóra-Hofi.

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM