Straumfjörður Mýrar,

Gönguleiðir Ísland


STRAUMFJÖRÐUR
MÝRAR

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Meðfram ströndinni utan Mýra eru mörg hraunsker og klettar og því hættulegt að sigla þar.  Þarna hafa mörg skip og bátar strandað.  Hið frægasta var rannsóknarskipið Pourquoi pas, sem fórst í fárviðri á leið frá Reykjavík norður í Íshaf hinn 16. september 1936.  Leiðangursstjóri um borð var Dr. Charcot.  Alls skolaði 39 líkum á land.   Eugene Gonidec, þriðji stýrimaður, var hinn eini, sem komst af með hjálp Kristjáns Þórólfssonar frá Straumfirði.  Kvikmyndin Svo á jörðu sem á himni" var samin um þetta efni. Fuglalíf er mjög fjölbreytt og tæplega 30 tegundir fugla verpa við fjörðinn.

Sumarið 2006 var opnuð safnasýning í Borgarnesi á munum úr skipinu.  Flakið er friðlýst, en ýmsir munir hafa fundizt á fjöru og einnig hefur verið kafað niður að því.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM