Svínaskálastekkur Reyðarfjörður,

Gönguleiðir Ísland


SVÍNASKÁLASTEKKUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Svínaskálastekkur er eyðibýli í Helgustaðahreppi í Reyðarfirði.  Árið 1904 byggði Ásgeir Ásgeirsson frá Ísafirði þar hvalstöð, sem var við lýði í átta ár.  Hvalskurðinn önnuðust Norðmenn.  C.E. Evensen var framkvæmdastjóri stöðvarinnar.  Heimamenn súrsuðu hvalkjöt og notuðu það einnig til skepnufóðurs.  Talsverð hákarlaveiði var í firðinum, þar sem hvalveiðararnir sökktu beinagrindum hvalanna á útleið.  Síðustu ár stöðvarinnar voru hvalirnir malaðir í gúanó.  Richard Beck (1897-1979), prófessor í Kanada, fæddist að Svínaskálastekk.  Hann skildi eftir mikið safn ritverka og varð heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 1961.

Söguslóðir á Austurlandi


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM