þingeyrar,

Gönguleiðir á Íslandi


Klaustur á Íslandi


Þigeyrarkirkja


ÞINGEYRAR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Þingeyrar voru meðal beztu jarða landsins, mikil laxveiðijörð og þaðan var líka stunduð mikil selveiði. Þar mun Húnavatnsþing hafa verið haldið fyrrum, þótt engar minjar hafi fundizt um það enn þá. Þess er ekki getið eftir að Þingeyrarklaustur, fyrsta klaustur landsins, var stofnað þar 1133 og þar hefur staðið kirkja æ síðan.

Núverandi kirkja er meðal merkustu kirkna landsins. Ásgeir Einarsson, alþingismaður, sem sat jörðina, byggði hana á árunum 1864-1877. Hún kostaði alls kr. 16.000.- og Ásgeir lagði kr. 10.000.- til hennar sjálfur. Grjótið í kirkjuna var sótt vestur í Nesbjörg, handan Hóps, og dregið á sleðum yfir það á ís á vetrum. Staðurinn var eitt mesta menningarsetur landsins eftir stofnun klaustursins. Þar voru m.a. skrifuð ýmis fornrit, sem hafa varðveitzt.

Svarti dauði lagði staðinn næstum í eyði eftir aldamótin 1400, aðeins einn munkur varð eftir. Jón Eyþórsson, veðurfræðingur (1895-1968) fæddist að Þingeyrum og liggur þar grafinn.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM