Þorbjarnarfell Reykjanes,

Gönguleiðir Ísland


ÞORBJARNARFELL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Í daglegu tali nefnt Þorbjörn.  Stakt móbergsfell (243 m.y.s) fyrir ofan og norða Grindavík.  Af því er mikið útsýn yfir mikinn hluta Reykjanessfjallgarðsins.  Norðaustan í fellinu er mikil jarðhitamyndun og norður og norðaustur af því er allvíðáttumikið jarðhitasvæði.

Uppi á fellinu er gjá eða sprunga sem heitir Þjófagjá, að sögn eftir 15 þjófum sem höfðust við í gjánni og stálu fé Grindvíkinga.  Voru þeir síðast unnir með prettum að því er sagan segir.

Fagradalsfjall
er vestast fjalla Reykjanesfjallgarðs.  Það er  smáháslétta á móbergsstapa með nokkrum hnjúkum.  Hæst rís það í 385m og hefur orðið til við gos undir jökli á síðasta skeiði ísaldar, sem stóð yfir í 100.000 ár.
C. Andrews, yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna á Norður-Atlantshafssvæðinu, ásamt fleiri háttsettum foringjum, fórst í flugslysi á Þorbjarnarfelli í síðari heimsstyrjöldinni.  Þeir voru að koma vestan frá Ameríku til lendingar á Keflavíkurflugvelli en flugvélin hefur sennilega flogið of lágt.  Aðeins einn maður komst lífs af úr þessu flugslysi og beið hann björgunar á annan sólarhring.

Söguslóðir Suðvesturland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM