Þrastarskógur Grímsnes,

Gönguleiðir Ísland


Grímsneshreppur


ÞRASTARSKÓGUR
 ÞRASTARLUNDUR

.Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Tryggvi Gunnarsson gaf Ungmennafélagi Íslands 45 ha svæði meðfram Soginu á 76. afmælisdegi sínum árið 1911 og það fékk nafnið Þrastarskógur árið 1913.  UMFÍ hóf strax ræktun og sumar hvert er ráðinn skógarvörður til að hafa umsjón með svæðinu.  Hvergi annars staðar á landinu eru fleiri sumarbústaðir en í Grímsnesinu í kringum Þrastarskóg.

Göngustígar liggja um allan skóginn og þar er tjaldsvæði með hreinlætisaðstöðu og aðstöðu til að elda utanhúss.  Þrastarlundur er veitingastaður við innreiðina í skóginn.  Þar eru allar almennar veitingar seldar og stundum eru þar málverkasýningar á sumrin.  Hugmyndasamkeppni var haldin um framtíðarskipulag skógarins árið 1989 og síðan hefur verið unnið eftir hugmyndunum.

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM