Þingskálar Rangárvellir,

Gönguleiðir Ísland


ÞRÍHYRNINGUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Fjallið Þríhyrningur gnæfir yfir Fljótshlíðina og Landeyjar. Útsýnið af fjallinu er stórfenglegt. Allt Suðurlandsundirlendið liggur fyrir fótum manns, allt frá SeljalandsfossiIngólfsfjalli.
Sagan segir að sættir fóru út um þúfur á Alþingi eftir víg Höskuldar hvítanesgoða og því ekkert til ráða nema hefndir. Flosi Þórðarson á Svínafelli, sem sá um málið fyrir hönd ekkjunnar og bróðurdóttur sinnar Hildigunnar Starkaðardóttur, stefndi fylgismönnum sínum þangað þegar tæpar átta vikur voru til vetrar. Brennumenn hittust við Þríhyrningshálsa þar sem þeir leyndust þar til þeir fóru að Bergþórshvoli. Eftir brunann á Bergþórshvoli héldu brennumenn upp á Þríhyrning í Flosalág, þar sem þeir dvöldu þar til þeir sáu að þeim stóð ekki lengur hætta af eftirleitarmönnum.

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM