Þverfell Lundarreykjadalur,

Gönguleiðir Ísland


ÞVERFELL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Þverfell er efsti bær í Lundareykjadal norðan Grímsár ófjarri ármótum hennar og Tunguár og eyðibýlisins Englands sunnan hennar.  Vegurinn upp á Uxahryggi að Reyðarvatni og Brunnum liggur sunnan bæjar upp Lundareykjadalinn.  Njálssaga segir frá Glúmi, eiginmanni Hallgerðar langbrókar, þar sem hann var að leita sauða sunnan Þverfells, þegar Þjóstólfur, fóstri Hallgerðar, kom þar að og drap hann.  Glúmsgil er í fellinu austanverðu.  Kristmann Guðmundsson (1901-83), rithöfundur og skáld, fæddist að Þverfelli.  Hann varð aldrei spámaður í eigin föðurlandi og var mjög umdeildur, jafnvel ofsóttur, eftir að hann fluttist heim frá Noregi, þar sem hann bjó um áratugi og ávann sér vinsældir meðal annarra Norðurlandabúa.  Hann gaf út skáldsögur, ljóð, endurminningar, Heimsbókmenntasögu o.fl.

VESTURLAND MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM