Þyrill Hvalfjörður,

Gönguleiðir Ísland


ÞYRILL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

 

Þyrill er fjall (388m) og bær við innanverðan Hvalfjörð.  Nafn fjallsins er talið dregið af miklum sviptivindum, sem oft gera vart við sig.  Í fjallinu finnast margar sjaldgæfar tegundir geislasteina (zeolit), s.s. epistibit, sem hefur aðeins fundizt í þremur löndum.

Þorsteinn gullknappur, sem drap Hörð Grímkelsson, bjó að Þyrli (Harðarsaga og Hólmverja).  Mörg örnefni á þessu svæði koma fyrir í Harðarsögu.  Helga, kona Harðar, synti í land úr Geirshólma með tvo syni sína nóttina eftir að Hörður og aðrir Hólmverjar höfðu verið drepnir og tók land í Skipalág austan Helguhóls.  Hún kleif fjallið og fór um Helguskarð og flúði til mágkonu sinnar í Skorradal.  Austar í fjallinu er Indriðastígur, þar sem Indriði bóndi á Indriðastöðum í Skorradal fór niður að Þorsteini gullknappi til að hefna fyrir víg Harðar.

VESTURLAND MENNING OG SAGA
 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM