Trölladyngja Ódáðahraun,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


Dyngjuháls


TRÖLLADYNGJA
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Eldgos á Íslandi


Holuhraun

Trölladyngja (1459m) er gríðarstór hraunskjöldur í beinu framhaldi af Dyngjuhálsi, sem kemur undan Dyngjujökli.  Hann myndar tengsl milli eldvirkra svæða undir Vatnajökli (Grímsvötn, Bárðarbunga) og Trölladyngju.  Hún er talin mesta gosdyngja landsins, 10 km að þvermáli með 1200-1500 m langri, 500 m breiðri og 100 m djúpri gígskál.  Hraun runnu frá henni til allra átta en mest til vesturs og norðurs.  Líklega er mestur hluti Frambruna frá henni runninn og einnig hraunið niður allan Bárðardal að ÞingeyÞorvaldur Thoroddsen á heiðurinn af nafni fjallsins en það var fyrrum nefnt Skjaldbreiður.  Dyngjufjöll voru fyrrum nefnd Trölladyngjur.  Nýja Gæsavatnaleiðin liggur um mjög seinfarna slóð norðan Trölladyngju og þar verður að gæta þess vel að skemma ekki dekk.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM