Trölladyngja Reykjanes,

Gönguleiðir Ísland


TRÖLLADYNGJA

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Trölladyngja er móbergsfjall í Reykjanesfjallgarði, norður af Núpshlíðar- eða Vesturhálsi.  Milli Núpshlíðarháls og Trölladyngju er Grænadyngja og skilja Sog þar á milli en það eru grafningar miklir.  Á Trölladyngju eru tveir móbergshnjúkar (393 og 375 m.y.s.). Í dyngjunni eru miklar eldstöðvar, bæði að sunnan- og norðanverðu.  Hraun hafa runnið þaðan bæði í norður og suður, meðal annars Afstapahraun.  Þar er og mikill jarðhiti á ýmsum stöðum.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM