Tröllakirkja,

Allt um Ísland


TRÖLLAKIRKJA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Tröllakirkja er hátt og áberandi fjall efst á Holtavörðuheið á suðurmörkum Strandasýslu.  Fyrir og á landnámsöld var þar samkomustaður trölla og þursa, þar sem þeir ræddu hvernig ætti að bregðast við búsetu manna í landinu.  Flest tröllanna voru friðsemdarfólk, sem fækkaði smám saman, þegar þrengt var að þeim en einkum eftir að kristni var lögtekin.

Skessan, sem bjó í grennd við Tröllakirkju, var þó um kyrrt, þótt henni væri meinilla við kristnina.  Mælirinn fylltist þó hjá henni, þegar kirkjan að Stað í Hrútafirði var byggð.  Hún blasti við ofan af Tröllakirkju og kerling varð stöðugt argari og ákvað að gera eitthvað í málinu.  Hún fór ríðandi niður fjallið á fyrsta messudegi og fleygði stórum steini í átt að kirkjunni, þegar hún var komin í skotfæri.  Hún missti marks og drap fjögur hross í hestaréttinni.  Kristnin breiddist út og tröllin hörfuðu norður eftir Strandasýslu.  Þau skildu lítið annað eftir en örnefnin, sem við njótum enn þá í landslaginu
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM