Unaðsdalur Snæfjallahreppur,

Gönguleiðir Ísland


UNAÐSDALUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Í Unaðsdal í Snæfjallahreppi  er talið að hafi staðið bænhús fyrrum, en kirkjan á Stað var flutt að Unaðsdal árið 1867. Var það ákveðið árið 1865 þegar síðasti Staðarpresturinn, séra Hjalti Þorláksson, lét af embætti. Kirkjan var helguð Guði, Maríu guðsmóður og Pétri postula í kaþólskum sið. Frá 1880 var kirkjan útkirkja frá Kirkjubólsþingum en frá 1928 frá Vatnsfirði. Þegar flest var, upp úr aldamótum, voru liðlega 350 manns á sálnaregistri í Unaðsdalssókn, en lítið útgerðarþorp hafði þá myndast að Stað. Gamla kirkjan er nú horfin, en móta sést fyrir hinu forna kirkjustæði og hringlaga garði. Núverandi kirkja í Unaðsdal var byggð árið 1897.

Meðal góðra gripa kirkjunnar er forn koparhjálmur, altaristafla eftir Anker Lund, máluð 1899, er sýnir Krist lækna Bartimeus blinda og í kórnum er stórt útskorið krossmark, gert af Guðmundi Pálssyni bíldhöggvara (d. 1888). Kirkjan á einnig gamla ljósahjálma og altarisstjaka og tvær stórar klukkur í turni, önnur þeirra er með ártalinu 1791.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM