Upsir, Upsaströnd, Eyjafjörður,

Gönguleiðir Ísland


UPSIR - UPSASTRÖND
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Upsaströnd er á milli Ólafsfjarðarmúla og Brimnesár í norðanverðri Dalvík.  Sunnantil er nokkuð láglendi, sem endar í hengiflugi Múlans, norðan Múlavoga.  Nafn strandarinnar er dregið af burstlöguðu fjallinu Upsa.  Þarna er nokkur eyðibyggð, s.s. Sauðanes og Sauðaneskot.  Í landi hins síðarnefnda er gangnamannaskáli.  Frá Upsum er gömul og erfið gönguleið um Reykjaheiði að Reykjum í Ólafsfirði.  Af henni lá leið niður Grímubrekkur til Ólafsfjarðar, sem skíðamenn notuðu gjarnan.

Prestsetrið og kirkjustaðurinn Upsir var flutt til Dalvíkur 1960.  Kirkjan, sem var rifin, var byggð um aldamótin 1900 eftir að fyrri kirkja hafði fokið.  Þá voru margir gamlir og úreldtir hlutir kirkjunnar sendir á forngripasafn (Þjóðminjasafn), þar sem þeir þykja meðal merkustu gripa.  Meðal þeirra var forníslenzkur róðukross í rómverskum stíl, Upsakristur og altaristafla eftir Hallgrím Jónsson (1712-85) frá Naustum við Akureyri (Síðasta kvöldmáltíðin; vængjatafla).

Svarfdælasaga getur um Karl rauða, sem þar bjó, og þar þjónaði Guðmundur góði, síðar biskup á Hólum.  Síðasta kirkjan að Upsum var byggð eftir að fyrri kirkja, ásamt fleirum, fauk árið 1900.  Þrátt fyrir að hún væri ekki orðin ýkja gömul, var hún orðin hrörleg, þegar hún var rifin.  Þá keypti Þjóðminjasafnið nokkra gripi hennar, s.s. Upsakrist, sem er eini varðveitti forníslenzki róðukrossinn í rómönskum stíl, og altaristafla eftir Hallgrím Jónsson (1712-85), smið og málara frá Naustum við Akureyri, sem kom víða við.  Fyrsti landlæknir landsins, Bjarni Pálsson (1719-79), fæddist að Upsum.  Hann varð landlæknir 1760 og kom upp fyrstu lyfjabúðinni að Nesi við Seltjörn.  Fyrir hans tilstilli voru læknar settir í hvern fjórðung og ljósmóðir var fengin frá Danmörku.  Árið 1908 fundust merkileg kuml manna og hesta (14) og fornminjar við ósa Brimnesár.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM